þriðjudagur, maí 20, 2003

Fame æfing í kvöld í Grafarvoginum. Byrjunarliðið í leiknum gegn Elliða á fimmtudaginn tilkynnt. Við Hjallinn verðum saman á miðjunni enda langbestir saman. Mikill metnaður í Fame-mönnum fyrir tímabilið.
Undirbúningur Víkingsmótsins í tennis í fullum gangi. Yfir 50 manns skráðir sem þarf að raða niður á morgun. Ætti að ganga smurt. Einu áhyggjurnar eru vegna veðurs en maður verður bara að vona það besta.
Stemmingshelgi framundan.Tennismótið, útskritarveisla Gunnhildar systur sem útskrifast úr MH, Eurovision og svo flug til Skotlands árla á sunnudaginn. Ekkert betra en að fljúga skelþunnur eins og við Atli kynntumst fyrir railið síðasta sumar.
KR marði Þrótt í gær á laugardalsvellinum. Köttararnir óheppnir að jafna ekki undir lokin. KR, væntanlega með Þórunni Helgu í fararbroddi skellti hins vegar Bjarney og félögum í Þrótti/Haukum í kvöld. Ekki alveg sama spennan í kvennaboltanum en þær vilja samt 50% umfjöllun og hana fá þær greinilega á www.kolbeinntumi.blogspot.com !
Við Atli ætlum í golf kl 7 í fyrramálið. Verðum að fara að æfa okkur fyrir ramdick open þar sem aðrir hrútar eru að ég best veit skelfilegir í golfi og er ég þó sjálfur nokkuð slakur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim