sunnudagur, maí 25, 2003

Dr. Malone I presume

hérmeð tek ég formlega við blogginu hans Tuma næstu vikuna eða svo. Ég verð þó að viðurkenna að ég skrifaði fyrstu færsluna í ölæði mínu í nótt og í nafni Tuma þar að auki. Það var ekki fallega gert en mér sýnist sem ég hafi ekki móðgað neinn minnihlutahóp, nema KR-inga kannski.


Ég á mér draum....

Það virðist afar vinsælt að opna á einhverri draumavitleysu. Nafni minn Martin Luther King gerði það, og nú nýverið var einhver femínistagella ( þetta orð hlýtur skv femínistum að vera mótsögn sem elur á staðalímynd sem er ekki heppileg fyrir konur en ég læt mig hafa það) að lýsa draumförum sínum um samfélag 21. aldar með svo gífurlegum hætti að hún ætlaði barasta að stofna ofbeldishóp til að hefna fyrir misgjörðir karla gegn konum, pólitískan þrýstihóp til að hefna fyrir misgjörðir fyrirtækjanna gegn konum og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef nú nett gaman af þessari femínistaumræðu en mér finnst nú svolítið kómískt að ætla að launa rangt með röngu. En þær um það. Mig langar hins vegar að tala um þann draum sem ég el í hjarta mínu. Hann er sá að teljarinn hérna uppi rjúki í svona eins og 1000 á meðan tumi er úti. Þá verð ég væntanlega í lykilstöðu þegar kemur að viðræðum um hver muni fara með þetta blogg í náinni framtíð.

Ég vildi annars byrja þetta á að tala um Eurovisionpartýið sem ég hélt í gærkveldi. Það heppnaðist dúndurvel. Mættur var slæðingur úr 6X, auk vinkvenna Helgu og svo Ella hennar Heiðdísar. Verður að segjast eins og er að þeir Atli og Tumu komu sáu og sigruðu, slík var skemmtanin. Golf, gítar, Eurovision, slef á rúður, breikdans gladdi skynfæri þeirra sem voru á svæðinu svo um munaði. Fyrir áhugamenn um Tuma lagði hann svo af stað til Skotlands í morgunsárið eftir á að giska klukkutíma svefn, þar sem hann átti eftir að pakka og þurrka fötin sín áður en hann færi út. Ég set vonandi link á myndir úr gleðinni í kvöld.

But enough about me, how's life

Þar sem þetta er frumraun mín í vefannálaskrifum og líf mitt er frekar fábrotið næstu vikuna tel ég sennilegra að bloggið næstu dagana muni einkum byggjast á pælingum mínum um lífið og tilveruna, ásamt fréttum af Tumbsternum ef þær bera. Einnig mun fótboltanum vera gerð skil nú sem endranær. Ábendingar eru vel þegnar í kommentakerfið. Að hætti Eggerts bið ég lesendur vel að lifa fram að næstu skrifum