laugardagur, maí 24, 2003

Tobbdaur að kveldi kominn blasar mar!!! Ég var þokkalega slakur á kantinum í kvöld í godu grilli, fyrrst hjá Gunnhildi systur þar sem hún var að útskífast úr menntaólanum við hammarann og svo í úróvísióngledi hjá malone Sigurðssyni. Gott flipp á báðum stöðum og fylgdu þeir J-Nas og Attilla konungur húnanna mér á milli staða og stóðu sig ljómandi. Svo kemst ég vonandi um borð í vélina til Skotlands í fyrramálid þar sem skosku hálendurnar verða gengnar, ættingjar heimsóttir og mannlífið skoðað með mínu glögga auga. Vonandi gengur það vel en ég mæli með því að aðdáendur mínir fylgist með skrifum mínum hér ásíðunni þar sem ég hef fengið góðan félaga til að halda uppi blogginu meðan ég geng um lendurnar og heimsæki ættingjana. Í verðlaun fyri rþann sem giskar á réttan aðila er hvorki meira né minna en rembingskoss frá yours truly. Eins og í öllum góðum keppnum verður þó vinningshafinn að vera eldri en 18 og kvenkyns. Ef vel gengur mun hann því blogga 7-8 sinnum á meðan ég er úti og hafa því umtalsvert forskot á mig. Á morgun reynir þessi nýi bloggari að punda inn nokkrum myndum af mér á flippinu í gær, slefandi á rúður, sláandi golfkúlur og bara almennt í ruglinu. En þá er það bara að þurrka fötin, pakka, sofa í 42 mínútur, borða hollan og staðgóðan morgunverð, kveðja köttinn, halda í leifstöð, fá mér öl fyrir atla þar, sofna í vélinni, vakna í skotlandi og hafa það ljómandi gott. Svo vona ég bara að Framararnir með buffið í broddi fylkingar slátri KR-greyjunum á morgun(í dag) og megi Daði mella tveimur í samúel. Spurning hvort Gaui Þórðar mæti á völlinn. Meira um það síðar, ég smelli einu L-i á þetta

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim