fimmtudagur, maí 29, 2003

slakur
Ég veit að það er arfaslakt að hafa ekki bloggað í gær en ég reyni að blogga tvisvar í dag til að bæta fyrir skaðann sem óhjákvæmlilega er orðinn. Fyriri ykkur sem eruð orðin leið á mér kemur Tuminn aftur á sunnudaginn eða mánudaginn. Ég mun nú halda áfram að tala um merka Íslendinga sem fólk man ekki alltaf eftir
Eiríkur Jónsson
Blaðamaður er tvímælalaust einn þeirra manna sem hefur glatt mig með líflegum fréttaflutningi. Hann sér um "mannlega þáttinn", talar um fréttirnar sem eru ekki alveg fréttir, finnur óréttlæti heimsins og sýnir okkur í sinni ógnvænlegustu mynd. Einnig leggur hann sig fram að fólk muni eftir fréttunum hans með eiturskörpum stíl sínum. Uppáhaldið hans er að finna eitthvert orð sem allir tengja umsvifalaust við fréttina. Sem dæmi má nefna söguna af pepsídrengnum eins og EJ kallaði hann. Pepsídrengurinn var rekinn úr 10-11 fyrir meintan þjófnað á pepsíflösku, en þjófnaðurinn var víst fyrir mistök. Eiríkur tók hjartnæmt viðtal af drengnum og með fylgdi mynd af honum með pepsíflöskunni dýrmætu. Málinu var svo fylgt eftir næstu daga, forsvarsmenn 10-11 eltir á röndu og spurðir áleitinna spurninga um grey pepsídrenginn og málinu svo lokað tæpri viku seinna þegar drengurinn fékk tilboð um vinnu hjá bónstöð nokkurri sem sá aumur á honum. Á myndinni sem birtist við það tilfefni í DV var svo mynd af drengnum og eigandanum, með PEPSIFLÖSKU á milli sín að handsala samninginn.
Af fleiri svipuðum dæmum má nefna t.d. súkkulaðisvindlarann ógurlega, starfsmann Nóa-Síríus sem svindlaði fé úr samstarfsmönnum sínum vegna uppskáldaðra persónulegra vandamála.
Sjónvarpsgagnrýni og heimspekilegar pælingar eru einnig eitt aðalverkefna Eiríks sem réði sig reyndar á Fréttablaðið þegar hann var rekinn frá DV. Í þessum greinum sínum notar Eiríkur sem fyrr meitlaðan stíl sinn. Þykir mér einmitt sem bloggstíll Tumans beri nokkurn keim af stíl Eiríks, sem felst einkum í því að sleppa öllum persónufornöfnum. Þannig gæti t.d. pæling Eiríks hljómað:
"fór á klósettið í gær. Finnst að þeir megi alveg vera örlátari á pappírinn. Mæli með að lesendur kíki á þessi mál hið fyrsta"