mánudagur, maí 26, 2003

Eurovision
Ja ja was else ist neu segi ég nú bara. Ég var orðinn leiður á Eurovision-farganinu þegar 5 stigatilkynnandinn í röð hrósaði Rigabúum fyrir frábært kvöld. Ég verð reyndar að byrja á að hrósa íslenska framlaginu og Birgittu og öllu því svo ég verði nú ekki grýttur með rísbitum næst þegar ég voga mér út úr húsi. En er ekki komið nóg af þessu. Lítum aðeins á staðreyndir málsins
  • keppnin hefur minna áhorf en meðalleikur í ensku deildinni
  • í mörgum evrópulöndum veit enginn af keppninni og enginn hefur gaman af henni
  • það er afar sjaldgæft að meika það í kjölfar þátttöku í keppninni
  • Íslendingar hafa notað sér Eurovision sem afsökun fyrir fylleríi allt frá 86, og réttlætt það með því að telja sér trú um það hvert einasta ár að við munum vinna
    Samt er haldið áfram að fjalla um keppnina. Í dag hefur fréttunum rignt inn. Í gær var stemmingin á Húsavík sýnd, talað við æskuvinkonu Birgittu og púlsinn tekinn á íslenska hópnum. Að auki var sjálfsögðu ítarlega fjallað um keppnina. KOMMON það voru allir að horfa hvort eð var. Í dag mátti svo lesa fréttir þar sem Freyja (súkkulaðigerðin) þakkaði Birgittu fyrir að hafa selt fyrir sig heilan helling af rísi en hún á það nú svosem alltaf skilið (HAHAHAH). Einnig var fjallað um kenningar bresks dagblaðs um það að Norðmenn hefðu þakkað okkur fyrir að ætla að hefja hvalveiðar með því að gefa okkur 12 stig. Fyrir mitt leyti þá læt ég nú framlag Svens Fyoins og annara Norðmanna til hvalveiða hérna um árið duga. Einnig var talað um að búið væri að kæra Tyrkneska lagið fyrir að vera stolið, en hvaða lag var ekki stolið spyr ég nú bara. Það vita allir að til þess að láta fólk muna eftir laginu er árangursríkast að láta fólk einfaldlega þekkja það fyrir. Ísland var með stolið lag og annað lag var alveg eins og Sexbomb með Tom Jones. Who cares!!!
    Það gladdi þó mitt auma hjarta að sjá að það eru greinilega ekki bara Íslendingar sem fara með Eurovision eins og HM í fótbolta. Bretar og Tyrkir eru nefninlega líka að missa sig yfir þessu. Nú halda t.d. Tyrkir að þeir muni rúlla inní ESB vegna þess að þeir unnu og Bretar skynjuðu massíf mótmæli við stríðsrekstur í Írak vegna þess að þeir fengu engin stig. RUGL segi ég nú bara en ég hlakka til keppninnar 2004, hún verður æðisleg. Djöfull verður hrunið í það......

  • 0 Ummæli:

    Skrifa ummæli

    << Heim