sunnudagur, júní 01, 2003

Grand finale
Jæja þá er stundin runnin upp. Tumi kominn á klakann og ég hættur í bili. Aldrei að vita nema maður taki upp á vefannálaskrifum í ljósi áskorana, svona þegar sumarið fer að brosa við manni á ný. En það gerist eftir va 24 daga skv mínum útreikningum og verður ægigaman. Annars vildi ég hérmeð óska Jónasi góðs gengis á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Ég hvet svo Tuma til að birta tölfræðina um umferðina hér vikuna hans og vikuna mína svo við sjáum hvor okkar er vinsælli.
Reunion
Eru ansi hreint skondin fyrirbæri. Þau tröllríða nú okkar árgangi enda eins árs stúdentsafmæli og fimm ára útskriftarafmæli úr grunnskóla á árinu. Ég fór einmitt á stúdentsreunion í gær og fór vel á því þar sem slétt ár var frá útskrift. Þar var nú reyndar ekki þetta klassíska reunionspjall, sem helgast nottla af því að flestir krakkarnir eru í HÍ og hittast þal oft á árinu. Fyndnara eru reunion þar sem langt er síðan fólk hittist. Þar eru öll samtölin eins og byggjast á eftirfarandi setningum
  • Nei blessaður
  • Hvað segirðu
  • Hvað ertu að gera núna (þessu fylgir jafnan: jááá er það ekki fínt)
  • Hvar ertu að vinna í sumar?(eða bara hvar ertu að vinna)
  • Ertu kominn með maka?(ásamt samsvarandi spurningum um makann ef hann er fyrir hendi)
  • Er X hérna (þar sem X er nafnið á besta vini mannsins sem rætt er við og samsvarandi spurningar fyrir vininn ef hann er ekki á staðnum)
  • Jájá heyrðu ég ætla að fara hérna að...
    Bíð þal spenntur eftir grunnskólareunioninu til að sjá hvort það falli í þennan pakka.
    DV
    Á ekki mikið eftir. Hver misheppnaða markaðsherferðin rekur aðra og tam kemur "nýtt útlit" á blaðið á morgun. Þetta er í annað skipti á árinu sem þeir skipta um útlit. Um mánaðarmótin voru svo uppsagnir hjá þeim og blaðið hefur verið á útsölu, á 100 kall í meira en mánuð, og í dag sá ég að meira að segja stolt DV, helgarútgáfan var boðin á 100 kall. Mín spá: 3-5 mánuðir í gjaldþrot.
    So long and thanks for all the fish
    Ég hef ákveðið að kveðja með þessari tilvitnun í skemmtilega bók og efni jafnframt til keppni milli lesenda um hver verði fyrstur að nefna bók og höfund jafnvel . Að hætti Eggerts bið ég lesendur heil að lifa

  • 0 Ummæli:

    Skrifa ummæli

    << Heim