Við Atli hittum Anton í gær niðrí Vík í fyrsta skipti í nokkur ár. Tony var dúndurhress að vanda og hélt uppi non stop gleði. Meðal annars tók hann misheppnaðasta símaat dauðans í Malone og spurði hvort klukkan væri orðinn hálf tólf þegar Eyvi Kristjáns sagði ".. og upp um hálftón" í útvarpinu.
Ég skutlaði Atla heim kl 16 og ætlaði hann að rotast enda dauðþreyttur eftir drykkjukeppnina. En við erum þokkalega flippaðir gaurar og hálftíma síðar vorum við lagðir af stað upp í bústað. Við eigum bústað hjá Flúðum og tókum við fyrst 9 holur á Golfvellinum. Skelltum okkur svo í grill heim í bústað en héldum svo aftur út á golfvöll og náðum dúndur 9 holum. Atli vann eins og venjulega 48-52 en við spiluðum ávallt af gulu teigunum á Flúðum.
Á Flúðum var sveitaball með "Mönnum í svörtum" og röltum við framhjá svona um 1 leytið. Þá var ekki kjaftur í húsinu þ.a. það virkaði ekki mjög spennandi. Við kíktum því í náttúrulegan heitan pott, Hrunapott sbr. dansinn í Hruna. Tjilluðum þar til 2 og renndum upp í bústað og gripum í Trivial. Sumir hlutir breytast aldrei og fór Skotinn með sigur.
Rifum okkur upp kl 12:30 og fengum okkur brunch. Stálumst svo í 9 holur í viðbót á golfvellinum sem gengu skelfilega og verða ekki tíundaðar hér. Brunuðum svo í bæinn.
Hvað er málið með Hveragerði ? Það rignir alltaf í Hveragerði. Bæði á leiðinni austur og aftur vestur. Í Selsferðinni í 3.bekk var grenjandi rigning. Svo kviknaði í húsi í gær vegna eldinga. Eldingar á Íslandi ! Hvar nema í Hveragerði. Það eina sem Hveragerði hefur er Eden og ef það héti ekki Eden færi enginn þangað því það er hundleiðinlegt þar.
Hveragerði kemst samt ekki með tærnar þar sem Skálholt hefur hælana. Skálholt er tilgangslausasta pleis á jarðríki. E-r kirkja með óþægilegustu stólum í geimi og það er alltaf ógeðslega hvasst þar. Ég sárvorkenni túristunum sem láta plata sig þangað því þar er ekkert að sjá.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim