Fór í sund í dag. Mjög fámennt í Vesturbæjarlauginni. Gömul kona kom í pottinn og var e-ð efins um nuddtækið þar en vildi prófa. Hún staðsetti sig því í miðjum pottinum til að krafturinn bæri hana ekki ofurliði. En þetta reyndist henni fullerfitt og kom hún sér aftur og aftur í þá stöðu að vera komin alveg upp að mér og þurfa að færa sig aftur því hún hafði ekkert til að styðja sig við eða halda í. Kannski voru e-r aðrir straumar sem voru í gangi í pottinum en læt ég það vera því eins og flestir vita hafa efri mörk ávallt miðast við Clausen þótt það kunni að breytast vegna vafasamra breytinga sem orðið hafa á yngismey þeirri undanfarið.
Við Svínn og Kjarta'gnan tókum í spil áðan, nánar tiltekið nýja Trivial. Ber þar hæst að ég bar höfuð og herðar yfir Svíann enn hann á þann vafasama árangur að baki að hafa aldrei sigrað mig í því ágæta spili og höfum við þó spilað hans útgáfu af spilinu í flestum tilfellum. Svíinn er þó vís til að neita þessu.
Við fjárfestum í miðum á leikinn í dag. Arnie,Buff,Kjöt,Stebbi G auk undirritaðs skella sér á völlinn en þó á mismunandi hátt. Daði plöggar sér, Arnie fær frímiða en við hinir erum með miða á mismunandi stað þ.a. við vonumst eftir því að ekki verði uppselt á völlinn. Því hvet ég fólk hérmeð til að mæta ekki á leikinn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim