mánudagur, júní 02, 2003

Búið er að dagsetja Ramdick open. Keppnin verður háð næsta laugardag og hefst keppnin á golfi á golfvellinum á Vatnsleysuströnd. Síðan er það líklegast hópferð á landsleikinn áður en keppni verður háð í fótbolta. Að lokum verður svo keppt í kappdrykkju heima hjá Dollanum um kvöldið. Hljómar spennandi og nokkuð ljóst að hrútarnir verða að gefa lágmark 50% í keppnina til að knýja fram sigur.
Annars horfði ég á Godfather part 3 áðan. Ég hélt alltaf að hún ætti að vera e-ð léleg en ég get a.m.k. ekki tekið undir það. Toppmynd þótt hún sé kannski ekki meistaraverk á borð við 1 og 2. Mér þætti fróðlegt að sjá samanburð á lengd þessara þriggja hluta við Hringadrottinssögu. Það er alltaf talað um að LOTR sé svo svakalega löng en ég er ekki frá því að Godfather myndirnar séu hreinlega lengri. A.m.k. er nr 2 200 min og nr 3 160 min.
Kíkti á Atla í vinnuna í dag. Bara í outfit og læti. E-ir perrar dauðans að vinna með honum og hvet ég hann sjálfan til að segja sögur úr vinnunni. Fram-ÍA á morgun og allar líkur á að maður láti sjá sig ekki síst þar sem góðar líkur eru á að hetjan verði í eldlínunni. Hitti meistara Braga Halldórs eldhressan í bankanum í dag. Bara á leiðinni í ársfrí sem notað verður í skrif. Er annað meistaraverk á leiðinni? Efast um að hægt sé að toppa Ljóðamál!!
Að lokum heillaóskir til Eyvindar með þennan ótrúlega árangur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim