Blenzig. Við Svíinn vorum að koma úr golfi. Mun betri hringur en í gær nema púttinn voru skelfileg. Þegar hring var lokið skaut ég á að Atli hefði sigrað 54-57 en nei nei, 48-51. Menn vel sáttir við skorið og nokkuð ljóst að Skotinn hefði slátrað Kjötinu hefðu púttinn gengið sinn vanagang. Það var hins vegar leiðinlegt að enn á ný var enginn til þess að taka við vallargjaldinu þ.a. við verðum bara að borga næst.
Aðalfundur Víkings var í kvöld og var í lengri kantinum. Nákvæmlega 30 atkvæðabærir menn voru mættir á fundinn en vegna óánægju á störfum aðalstjórnar ákvað knattspyrnudeildin að hunsa fundinn. Mikið fiff var í gangi og hinum og þessum fengin sæti á listum deilda sem nýttu ekki fulltrúafjölda sinn. Það er þetta formlega rugl sem fer í taugarnar á mér. Skýrsla formanns lesin á hraða skjaldbökunnar þegar hún er hvort eð er beint fyrir framan mann í bókinni. Almennar umræður voru ágætar og orð kvöldsins var: "fýla", s.s. "...að fulltrúar knattspyrnudeildarinnar fari bara í fýlu er...
Annars vil ég auglýsa að um helgina geta allir komið niður á tennisvelli Tennisklúbbs Víkings í Fossvogi og spilað tennis endurgjaldslaust. Spaðar og boltar lánaðir út og tennisfólk til aðstoðar á staðnum. Við Atli verðum á sunnudeginum vegna hins alþjóðlega og árlega Ramdick open.
Þakka Atla,Daða og Drífu kærlega fyrir linkana sem ég hef fengið og verða þeir endurgoldnir hið fyrsta, þ.e. þegar ég heimsæki læknisfræðinemann Martin í lærdómskompuna á Háaleitisbrautinni. Martin hefur það nefnilega fyrir góðan vana að fiffa það sem fiffa þarf.
Over and out.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim