Það fór svo að Lókarnir báru sigur af Hrútunum með allra minnsta mun. Keppnin hófst á golfi á heimavelli Lókanna, Vatnsleysustrandarvelli. Buffið og Arnie máttu sín lítils gegn Þórólfi og Bensa þótt Arnie og töpuðu með 4 1/2 - 1 1/2. Atlinn átti stórleik gegn Tryggvanum en það kom fyrir lítið enda Tryggvi golfkempa mikil. Hins vegar tókum við Stebbi, Gunna og Sæma í gegn og sigruðum 4 1/2 -1 1/2 þar sem Stebbi átti högg dagsins, 2m pútt fyrir pari beint oní. Hann er eflaust enn að jafna sig.
Leikið var í fótbolta að loknum landsleiknum á gervigrasinu í Garðabæ. Þar var í raun aldrei spurning um sigur og reyndar leyfðum við Lókunum að skora nokkur mörk til að lengja leikinn.
Drykkjukeppnin hófst svo hjá Dollanum um kvöldið. Keppt var í "Sæmi-open" þar sem menn skulu drekka 1/4 glas af bjór á hverri mínútu og fæst 1 stig fyrir mínútuna. Stebbi náði 7 stigum, Buffið 12, ég 15 en Atlinn var í öðrum pakka. Þegar hann var kominn í 23 skrapp hann út og ældi sem þýddi 15 mínusstig. En hann kom aftur til leiks endurnærður eftir æluna og fór upp í 36 mínútur og skellti í sig bjór sem jafnaði leikinn. En Atlinn náði ekki að halda þeim síðasta niðri og tók mestu ælu sem sést hefur norðan miðbaugs síðan Egill Skallagrímsson var og hét.Ælan var svo kraftmikil að hann endurkastaðist. Hann stóð sig samt eins og hetja kallinn. Þetta þýddi að Lókarnir höfðu sigrað í fyrsta árlega "ramdick open".
Landsleikurinn var ágætur. Ágætis fyrri hálfleikur og fínt mark en eftir að Færeyingarnir jöfnuðu gátum við ekki neitt. Flott mark samt í restina sem bjargaði málunum. Vonandi að liðið nái að sigra Litháana en er ég ekki bjartsýnn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim