fimmtudagur, júní 12, 2003

Ótrúlegt með þessa fótboltakrakka. Þegar kemur að þeim að fara í tennis heyrist: "oh, af hverju ", "ég nenni ekki í tennis", "tennis er ömurlegt" etc. Svo kemur á daginn að nánast allir skemmta sér þvílíkt vel. Það eru forréttindi að fá að vinna úti þegar veðrið er svona. Ég held að þeir sem eru í þeirri stöðu og hafa verið undanfarin ár geri sér ekki grein fyrir því hvað það hlýtur að vera ömurlegt að sitja við skrifborð og vinna ( eða læra ).
Íslenska landsliðið í tennis er komið í umspil um sæti í 3.deild. Búnir að vinna Möltu og Kenýa. Flott hjá þeim.
Stuðmenn í Hreddanum 12.júlí. E-ð held ég að Atlinn þurfi að fara að dusta rykið af tjaldinu góða.
Hefur e-r heyrt um Ryan Adams ?