miðvikudagur, júní 11, 2003

Hvað er málið? Annað árið í röð brenn ég fyrsta daginn sem sólin skín af alvöru. Fyrsti vinnudagurinn var í gær og ég tók ekki eftir neinu fyrr en undir 18 leytið þegar ég fann fyrir smásviða á hálsinum. Hann er drullurauður og Schmeichel nefið, a.k.a. jólasveinanefið er aftur á sínum stað. Pirrandi. Að þurfa að ganga með sólarvörn í vasanum á Íslandi er svo sannarlega e-ð til að skammast sín fyrir.
Enn var hjólað til vinnu í dag nema að loknum vinnudegi kíkti ég til Atlans. Tilefnið landsleikurinn að sjálfsögðu. Arnie,Buffið,Hjalli og Kjartan létu sjá sig og skemmtu sér konunglega. Frábær síðari hálfleikur og þrjú glæsileg mörk. Hvað er Eiður góður ? Leggur upp tvö með yndislegum sendingum og tekur þvílíkt svala afgreiðslu sjálfur. Treystum á að Guðni klári keppnina. Guðni ef þú ert að lesa þetta: gerðu það, gerðu það, gerðu það...
Við kjötið horfðum svo á Englendingana pakka Slóvökum saman í seinni hálfleik á Riverside. Slóvakar settu í fyrri og sagði ég um leið að þetta yrði hinn hefðbundni 2-1 sigur hjá Englendingum og spáði mörkum frá Owen og Lampard í seinni. Owen setti tvö og Lampard eitt algjörlega löglegt sem var dæmt af. Færeyingar stóðu í Þjóðverjum fram á 88 mín þegar Klose setti hann og Bobic bætti við öðru.
Er Ísland að fara á EM? Líkurnar á því eru hlægilega góðar, þ.e.að komast í umspilið. Þessi riðill er auðvitað sá langslakasti og ótrúlegt að við séum í fínum málum eftir tvö töp gegn Skotum.
Hvað er málið með blogger? Þetta er gjörsamlega í e-u rugli. Er ekki fólk í stöðugu veseni með að opna síður og þess háttar "or am I the only one" ???
Hlýtur að styttast í Hreddann. Þú verður að láta í þér heyra þegar e-ð er um að vera Drífa !!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim