föstudagur, júní 13, 2003

Vinnuviku lokið. Fótboltaæfing hjá Fame þar sem ég eyddi meiri tíma liggjandi í blautu grasinu en standandi. Spurning um að fá sér nýja skó. Við Atli erum Fjölnismeistarar 2003 í tvíliðaleik. Kepptum við fertugar konur og ríkisskattstjóra + 1 og sigruðum með fáheyrðum yfirburðum. Við Atli og Malone horfðum á Mike Bassett, England manager. Hvet ég alla til að sjá myndina. Ótrúlega fyndin á köflum.
Buffið undir stjórn Steinars líklega völtuðu yfir ÍR 5-1 í bikarnum. KR marði HK og Bolli og félagar í Deiglunni töpuðu 2-0 fyrir Víking. Reyndar eru misjafnar sögur um hvaða hlutverki Bolli gegni hjá liðinu. Orð götunnar er vatnsberi !
Steiktihrútur hefur staðfest að Hrútar séu á leið til Eyja.
Hvað er leiðinlegt þegar maður kemst að því að sætar stelpur reyki ? Ég var að komast að því að Ragnheiður Gröndal sem söng Ferrari í Eurovision reykir. Og ég sem var einmitt að fara að hringja í hana. Right.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim