þriðjudagur, júní 24, 2003

Sá einhver fréttirnar á Rúv áðan. Símaviðtalið við Guðjón Þórðarson var of slakt. Heyrðist varla orð sem hann sagði og brjálað ískur. Týpískt rúv dæmi. Gaman ef Guðjón tæki við e-u nýju liði. Spurning um að hann stofni bara sitt eigið lið. Martin datt það í hug. Hann myndi bara fá syni sína og frændur í liðið til að byrja með. Gæti gert góða hluti. Annars var Malone að slátra læknisfræðinni í gær og í dag. Hann býður mér á fyllerí ef hann verður efstur í þessu. Það verður að koma í ljós.
Hvað er málið með mig og papana? Ég á engann disk með þeim og hef heyrt fleiri lög í útgáfu Ella en með Pöpunum sjálfum. Við Steini skelltum okkur samt einu sinni á Kaffi Reykjavík og þar var ball með Pöpunum og skemmtum við okkur brjálað vel.
Varaðandi 8 Mile soundtrackið langaði mig nú mest í aðallagið og svo þegar gaurarnir eru að battla. Þar sem ég hlusta ekki á neitt rapp, nema kannski "jump around" í góðum fíling, þá er ég nokkuð sáttur við að lýsa yfir áhuga á að eignast einn slíkan disk. Þar hefurðu það Gústi! Áður en ég verð leiðréttur þá viðurkenni ég fúslega að ég þekki tæplega muninn á rappi og hip hop-i.
Eggert hefur lýst yfir áhuga að skella sér á Stuðmenn og eru það mjög góðar fréttir.
Fékk nýju tennisspaðana mína í gær. Líta ljómandi vel út.
Atli er að fara með algjöra rookia til Austurríkis á fimmtudag. 14-15 ára krakkar sem kunna = ekki neitt, a.m.k. stelpurnar sem ætla bara að versla þarna úti. Það fer fótboltalið í þessa ferð sem er skipað af Reykjavíkurúrvali, þ.e. besti leikmaður frá hverju félagi eða e-ð svoleiðis. Verður eflaust fín ferð hjá karli fyrir utan allt sem tengist tennis!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim