Eyjar hér í come. Skotinn fer til Eyja-staðfest. Herjólfur kl 19:30 á föstudegi og heim kl 11 á mánudegi. Reyndar á ég eftir að panta en... Atli á reyndar enn eftir að redda fríi en hvað ætli þessir perrar á spítalanum hafi betra að gera en að skoða klámsíður um Verslunarmannahelgina?
Kíkti í sund með Kjartani í dag. Þokkalegt celeb á svæðinu-Eiður Smári með krakkann sinn. Öll augu beindust að honum. Hann virtist vanur þessu og brosti út að eyrum. Geggjað veður og fínt í lauginni.
Horfði á 8 mile með Helga áðan. Fín mynd og nú langar mig að fá 8 mile diskinn hennar Drífu brenndan. Atli? Fleiri diskar bíða reyndar brennslu og þar fremstur Riggarobb með Pöpunum. Annars var ég að heyra e-ð um að búið væri að flýta Stuðmönnum til 5. júlí. Það bíður staðfestingar en skiptir svo sem engu máli.
Tveir stórir viðburðir á morgun. Martin skellir sér í læknaprófið og ekki við öðru að búast en að slátrun fari þar fram. Gunnhildur heldur til Svíþjóðar í Orkester Norden í tveggja eða þriggja vikna prógramm og svo beint á fiðlunámskeið í Leipzig. Kemur heim í ágúst. Rugl.
Fylkir vann KR í kvöld og kannski áttu vitleysingarnir úr Árbænum þetta skilið eftir vonbrigði undanfarinna ára.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim