Miðnæturmót Tennisklúbbsins í gær. Gekk fínt. Plöggaði veitingum fyrir yfir 100 manns (án gríns) á 5 min á föstudagsmorguninn úr þremur bakaríum. Síðan fattaði ég að ég átti ekki einu sinni spaða til að nota á mótinu. Notaðist við e-ð sem ég fann niðrí Víking og það dugði í þriðja sætið.
Það stefnir í "svefnhelgina miklu" því ég svaf til 1 í dag og stefni á svipað núna. Fáránlega bjart úti. Var að koma úr golfi með Arnþóri, Daða og Viðari. Lögðum í hann um kl 17. Spiluðum á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi og fórum tvisvar 9 holur en fengum okkur Þrastarlundarborgara í millitíðinni. Efnt var til móts en nafn þess er eigi fyrir viðkvæmar sálir og verður því ekki birt hér. Þess ber þó að geta að skotinn sigraði keðjuna með 1 höggi. Arnþór setti það sem gárungarnir kalla öfugt vallarmet og fór 18 holur á 136 höggum. Ég átti tvímælalaust högg dagsins þegar fullkomið högg mitt rataði í rafmagnslínu og stoppaði. Hverjar eru líkurnar á því?
Stórleikur á morgun í Árbænum. Er að spá í að fá mér dómararéttindi. Þá fær maður frítt inn á alla þessa leiki. Samt, hvort ætli sé betra að borga inn á leikina eða vera álitinn hálfviti af endalaust mörgum fótboltaliðum.
Orð götunnar er að ég ofnoti setningar sem fela í sér spurningu. Arnie og Buffið tóku dæmið "Hversu góður er Zidane?". Kannast ekkert við þetta.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim