sunnudagur, júní 29, 2003

Skelfilega langt síðan síðast var bloggað. Ekki alveg að nenna að blogga ef maður fær ? í stað allra íslenskra stafa. Mikið búið að gerast síðan síðast. Fame skíttapaði fyrir ótta 4-1. Staðan jöfn í hálfleik en tvö mistök í vörninni komu þeim í 3-1 þrátt fyrir að við værum manni fleiri. Þá tók Kjartan sig til og hljóp að dómaranum og öskraði svo heyrðist til Keflavíkur: "djöfulsins andskotans dómara helvítis fífl". Fékk Kjartagnan rautt kort fyrir vikið. Þá fyrst var leikurinn tapaður. Orð götunnar er að sumir trúi ekki þessari sögu en hún er 100% sönn.
Afmæli hjá Freyju og Völlu á föstudag. Fín stemmning og ágætis bæjarferð þar sem Óskar hetja Einarsson trúbador var maðurinn og spilaði hvert óskalagið á fætur öðru. Hvað er bjór í frosinni könnu góður?
Tvöfaldur fótbolti á laugardaginn. Fyrst með félögunum á hádegi og svo Fame æfing seinni partinn. Svo skelltum við Hjallinn okkur í sund í Laugardalnum. Boltinn að skila sér því skv. vigtinni var ég 2,6 kg léttari en síðast þegar ég fór í laugina. Hef reyndar sjaldan verið jafnsvangur. Pizza Hut klikkaði ekki og Sódóma! "Ekki mig. Það er skítapleis". "Hamborgara, júmbó, örbylgjuofn? Ætla fá hamborgara og kók.... og brenni". "Leynifélag Agga Pó". Þessi mynd er svo mikil snilld. "Maður gerir ekki neitt fyrir neinn nema maður geri e-ð-bara svona málsháttur".
Við Bolli slátruðum Malone og Jonasi í trivial í gær. 3 tíma spil en sigurinn öruggur. Þeir félagar fóru heim grátandi en við Bolli kíktum í bæinn. Hittum Hjallan og Gumma, og Steina og Maríu. Vinkonur Maríu voru með í för en ekki til viðræðna þá stundina.
Buffið er komið með hnakkaklippingu dauðans. Hjálmurinn fauk og er buffið ekki lengur rauðhært. Hann verður ekki í vandræðum með hösslið í Eyjum með þessa klippingu. Snilld.
Hrútadiskurinn er víst kominn út og er útgáfupartý hjá Daða í kvöld. "Dancing queen" hlaut ekki náð fyrir augum annarra hrúta. Bara á leiðinni í bíó þ.a. diskurinn verður að bíða. Nýja Jim Carrey myndin sem ég held að sé algjörlega málið.
Fór í golf með Bjössa, Malone og Svessa áðan. Vann Svessann með 12 höggum en niðurstaða úr leik Bjössans og Malone er væntanleg. Hvað er fólk að gera næstu helgi? Mig langar á humarhátíð og í bústað í Þjórsárdal. Fame leikur kl 18 á föstudag þ.a. ef ég mæti í hann kemst ég a.m.k. ekki á Hornafjörð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim