föstudagur, júlí 11, 2003

"hello, my name is Mr. Burns. "Ok Mr Burns, what is your first name ?" "I don't know".
Tvær ótrúlegar tilviljanir í dag. Fyrst sat ég með Einari, Hauki og Sigurði Jónssyni þjálfara í Víkinni í nestinu í dag. Ræddum um leikinn gegn Keflavík. Síðan eftir smá þögn segjum við Siggi Jóns á nákvæmlega sama augnabliki: "Stoppa Magga" og áttum þar við Magga Þorsteins. Mönnum var skemmt.
Þeim sem fannst þetta ekkert merkilegt finnst þetta vonandi ögn skárra. Ég var að keyra heim úr Víkinni, framhjá Borgarspítalanum þegar Arnþór hringir. Ég brýt lögin og keyri eftir Bústaðarveginum með rúðuna niðri og símann í vinstri hönd . Þegar ég fer svo í beygjuna undir brúnna hjá Valsvellinum gengur e-r á móti mér á grasinu talandi í síma. Ótrúlegt! Það var bara hann Arnþór. Við áttum ekki orð.
Við Atli vorum að borga okkar hlut í íbúðinni í Eyjum. Þetta verður snilld. Á morgun er það svo Hreddinn, vonandi í sömu bongóblíðunni og er núna. Frekar dýrt á ballið, tvisvar sinnum meira en í Úthlíð en Stuðmenn eru líka tvöfalt betri en Þúsöld.
Víkingur-Keflavík í kvöld. Stórleikur. Allir að mæta!
Spurning dagsins: "Hvað heitir söngvarinn í Þúsöld? " Efast um að gítarleikari hljómsveitarinnar viti það.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim