Jæja, það rættist úr veðrinu. Síamstvíburarnir dánir. Það er merkilegt hvað hlutir eins og þessi aðgerð sameinar heiminn í þeirri hugsun að allt gangi eftir. Því miður ekki í þetta skiptið.
Við í FC Fame töpuðum enn eina ferðina í kvöld, í þetta skiptið fyrir TLC 2-0. Mitt hlutlausa mat er að við vorum töluvert betri aðilinn en nýttum ekki færin. Ágætis leikur af okkar hálfu. Spiluðum 5-3-2 í fyrri hálfleik og gekk vel og við óheppnir að vera ekki yfir. Svo e-a hluta vegna breytum við í 4-4-2 og við fáum á okkur tvö mörk. Engu að síður skemmtilegur leikur.
Keiluferð hjá liðinu á fimmtudaginn. Kominn tími til að sýna hvað í manni býr í þeirri íþrótt. Við kjötið stunduðum keiluna töluvert í 8.-9.bekk og fórum svona 7-8 sinnum á nokkrum vikum. Þá fór ég einu sinni yfir 200 stig sem ég er verulega stoltur af. Annars væri ég náttúrulega ekki að skrifa þetta á vefinn.
Atli stakk upp á því áðan að við tækjum gamla góða tjaldið með um næstu helgi. Lærir maðurinn aldrei af reynslunni? Hjallinn er fullur áhuga og reiknar með að slást í för.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim