sunnudagur, júlí 20, 2003

Keppti í tennis um helgina. 2.sæti í tvíliðaleik og 3-4 í einliðaleik. Framararnir duttu út í bikarnum í kvöld í Frostaskjólinu. Buffið kom inn í seinni hálfleik en innkomu aldarinnar átti Kiddi Tomm. Steig ekki feilspor og þrombaði í stöngina sem skelfur líklega enn eftir þennan bylming. Daði lofar hefnd um næstu helgi. Víkingarnir duttu líka út í dag fyrir KA. Ósanngjarnt tap að sögn mjög hlutdrægra manna.
Til að kóróna dag ósigranna þá tapaði FC FAME 3-2 fyrir CCCP í utandeildinni í kvöld. Þeir eru efstir og við neðstir en samt sem áður spiluðum við okkar besta leik í sumar og vorum klárlega betra liðið á vellinum. Misstum mann út af með rautt í þriðja skiptið í sumar í upphafi seinni hálfleiks í stöðunni 2-1. Leikurinn var samt í járnum allt til loka. Við björgum okkur staðfest úr klípunni með sömu spilamennsku.
Komið er babb í bátinn varðandi íbúðina í Eyjum. 4 aðilar hafa dregið sig út úr Þjóðhátíðarferð þ.a. laust er fyrir 4 í íbúð rétt við mynni Herjólfsdals. Kostnaður er 5000 kr á haus þ.a. þeir sem hafa áhuga endilega látið vita. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Kallinn verður 21 um næstu helgi og spurning hvort foreldraleysið gefi færi á partýi. Þeir sem myndu mæta eru beðnir um að rétta upp hönd.
Ný vinnuvika á morgun. Maður vinnur svo lítið að miðað við þessar 10 tíma vaktir sem aðrir eru að taka daglega væri "frívika" hreinlega heppilegra orð. Hey, ég vinn mína 19,5 tíma á viku !!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim