fimmtudagur, júlí 17, 2003

Snilldardagur í gær. Fór í eðalhádegismat til Hildar frænku. Súpa, jarðarber, bláber, ostar og det hele. Svo skelltum við Björninn og Kjartagnan okkur í sund í Neslaugina. Þar tók Dabbi lifeguard á móti okkur. Þvílíkt veður. Pakkað í lauginni. Fórum svo í bæinn og keyptum grillmat. Grilluðum æðislegar lambasneiðar og að sjálfsögðu voru grillaðir bananar. Horfðum á Dumb og dumber og ég sofnaði reyndar en samt snilldarmynd. Maður verður svo þreyttur af því að vera lengi úti í sólinni.
Keypti mér nýjan síma í dag. Nokia 3310. Víkingssímanum var rænt um daginn þ.a. Víkingur fær minn gamla og ég þennan nýja. Spilaði svo tennis í tvo tíma við Jón Axel niðrí Þrótti.
Atli var mættur kl 9 niðrí Samskip í morgun og gat breytt heimfarinu okkar. Við förum því heim kl 11 á mánudagsmorgninum en ekki á miðnætti. Allt annað líf.
Fame vill fá Steina sem markvörð nr.1. Steini liggur undir feldi en vitandi hversu skynsamur Steininn er þá velur hann rétt. Víkingur tók Aftureldingu í gær og er í góðum málum. Haukur var í byrjunarliðinu og Einar Odds kom inná og var nálægt því að setja hann.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim