miðvikudagur, júlí 30, 2003

Martin Ingi Sigurðsson tók bara 2.sætið í lækninum. Þetta er náttúrulega engann veginn nógu gott og orð götunnar er að Malone íhugi hvort hann eigi nokkuð erindi yfir höfuð í lækninn!
Annars er það helst að frétta að FC FAME náði í sitt fyrsta stig í utandeildinni í sumar. Við gerðum jafntefli við Melsted og var það enginn annar en yours truly sem setti jöfnunarmarkið á lokamínútunni með skalla. Furðulegur leikur þar sem 4 fuku út af, þar af 3 í liði Melsted manna-einn reyndar í blálokin. Við vorum skelfilegir, sérstaklega í vörninni eins og oft áður en stigið getur skipt okkur miklu máli þegar upp er staðið.
Hvet fólk til að hlusta á Þjóðhátíðarlag Ella og Martins á www.hi.is/~mis. Snilld!