þriðjudagur, júlí 29, 2003

Lélegur í blogginu. Fínt partý í Skotahöllinni á laugardag. Þakka öllum sem létu sjá sig fyrir komuna. Fínt í bænum og hlutirnir gerðust svo sannarlega inná Celtic, þar sem staðurinn er stemningin!
KR fór nokkuð létt með Framarana á sunnudag. Buffið fékk reyndar tækifæri til að jafna í stöðunni 2-1 en var heldur lengi að athafna sig og yfirburðarmaður vallarins Kristján Örn stöðvaði hann. Bið Buffið afsökunar á borðaleysinu en hann er orðinn svo ljótur að spurning hvort Buffið vilji nokkuð vera tengdur borðanum á einn eða annan hátt. Nýr borði í vinnslu.
3 dagar til Eyja. Þetta verður algjör snilld þó svo það stefni í að ég verði eini piparsveinninn í íbúðinni í ljósi atburða liðinnar helgi!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim