fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Elsku systir mín er komin heim þ.a. ég þarf að sofa í mínu eigin rúmi aftur. Bömmer. Hún er búin að vera í útlöndum í allt sumar en hlakkar til að slappa af í ágúst. Annars gaf hún mér Eurovision diskinn sem mér sýnist vera snilldardiskur-fyrir utan tvö lög sérstaklega sem ég skil ekki hvernig komust á diskinn. Það er lagið "Mig dreymdi lítinn draum" með Hreimi og "Þú og ég" með Hönsu. Skelfileg lög. Hey, hér er líka "Þú" með Hreimi. Mikill stemmningsdiskur og gott að eiga slíkan fyrir næsta partý.
Fór upp í Bústað í gær eftir hádegi. Við feðgarnir fórum í golf og ég slátraði honum. Spilaði fyrri á 66 vs 69 sem er auðvitað hrikalegt en seinni á 47 vs ?. Fjögur pör á seinni 9 sem er minn langbesti hringur hingað til. Við keyrðum heim upp úr miðnætti og ég hef aldrei lent í annarri eins þoku. Það sást bókstaflega ekki neitt.
Veron farinn til Chelsea. Mjög undarlegt en Ferguson hlýtur að hafa góða ástæðu fyrir sölunni.
Æfing hjá Fame í kvöld. Hef ekki hreyft mig síðan í síðustu viku og reyndar man ég ekki eftir því að svo langur tími hafi liðið án hreyfingar áður.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim