þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Bloggað frá Landakotsspítala þar sem tveir gay gaurar hlusta á Gabrielle "Out of reach". Bara til að hafa hlutina á hreinu ræður "gay guy 1" tónlistinni hér á bæ. Ætlum að horfa á three amigos. Snilld að geta sofið út. Vorum að spjalla við Le Gert á msn og koma nokkrum slögurum á playlista fyrir partýið.
Síðasti leikurinn hjá Fame annað kvöld. Leikur gegn Hvíta Riddaranum á Ásvöllum kl 21:30. Allir að mæta sem vettlingi geta valdið. Martin mætir a.m.k. og sækir alla sem vilja mæta. Hringið í síma 695-9769 og hann sækir ykkur endurgreiðslulaust. Annars er það að frétta af Malone að í smíðum er skólaborðtennisborð á Háaleitisbrautinni. Algjör snilld.
Maður eins og ég kemst ekki með tærnar þar sem Íslenski Draumurinn hefur hælana. Hvað eiga þeir eftir sem hafa ekki séð Íslenska Drauminn? Maður öfundar þá nánast. Atli var samt að benda á að hugsanlega hafi strákar meiri húmor fyrir þeim slagara en stelpur. Það kemur í ljós.
Færeyjar-Ísland á morgun eins og ALLIR vita. Ísland verður að vinna. Tveir stórleikir sama kvöldið og þá er ég ekki að tala um England-Króatíu.
Vitnum í Buffið og smellum L-i á þetta.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim