laugardagur, ágúst 30, 2003

Sá lista í Birtu í gær yfir bestu bíómyndir sögunnar að mati landa minna Breta. Ég var svo sammála þessum lista að miklu leyti. Pulp Fiction, It's a wonderful life, Shawshank Redemtion, Godfather, Schindlers list komust allar á topp 10 held ég. Eina mynd á topp 10 hafði ég hins vegar ekki séð. Blade Runner með ævintýramyndamanni nr.1 Harrison Ford. Þ.a. við Kjartan tókum hana í gær og komumst að því að þessi mynd er ömurleg. Kíktum svo í Maltin og þar fékk hún *1/2 af **** sem er það næst lélegasta mögulegt. Reyndar ekki alltaf sammála Maltin. Forrest Gump og Shawshank fá til að mynda bara **1/2 en hvað um það. Ömurleg mynd og óskiljanlegt að hún sé á þessum lista.
Er ennþá frekar slappur og á báðum áttum varðandi e-ð verkfræðidjamm í kvöld. Djammið er í Nauthólsvík sem hljómar reyndar frekar spennandi. Reyndar tennis 10:30 á morgun en hey!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim