fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Mætti í rétta tíma í skólanum í dag til tilbreytingar. Ágætis stemmning og fólk greinilega klárt í slaginn aftur. Helst að mann vanti bækur en það stendur allt til bóta. Fór í squash með Arnie í dag og hef bara aldrei verið jafnþreyttur og þegar ég kom heim. Greinilega frekar slappur ennþá en er sem stendur skráður í eitt tennismót og eitt squashmót um helgina. Sunnudagurinn verður þá tekinn í mestu hvíld sögunnar.
Við kíktum svo á Fylki-AIK með dómarakortin. Gaurinn í hurðinni leit mjög grunsamlega á kortið mitt en hleypti okkur í gegn. Skelfileg frammistaða hjá Fylki. Ekki jafnskelfileg þó og Fylkislagið þar sem sungið er um lautarferðir og e-ð fáránlegt. Hjalti hringdi og vildi fá mig í e-ð lið á fótboltamót á Tungubökkum um helgina en ég hugsa að ég láti tennisinn og squashið duga. Fame djammið verður 6.sept eða um leið og Ísland hefur lagt Deutschland 2-1 í Laugardal eins og Bjössi spáir.
Makalele til Chelsea. Hvað er að ? Tjekkaði á Draumadeildinni áðan og er ég að ná Daðanum í 2.sæti.
Fékk mér Nonna í morgun/hádegismat og Subway í kvöldmat. Flottur gaur!