sunnudagur, september 07, 2003

Snilldarhelgi. Pablo Fransesco var þvílíkt góður. Hvað er málið með röddina hans? Hann getur gjörsamlega gert allt með þessari rödd. Endaði líka á að fara úr peysunni og þá var hann í íslenska landsliðsbúningnum innan undir. Allt trylltist. Fórum svo niðrí bæ þar sem ég gjörsamlega gerði mig að fífli þegar ég fór að tala við félaga minn sem reyndist ekki vera félagi minn heldur týndi tvíburabróðir hans. Anyhow-enduðum að lokum á Aranum þar sem meistari Óskar tók m.a. Wild Rose með Nick Cave. Þvílíkt lag.
Landsleikurinn var þvílík snilld-fyrir utan að vinna hann ekki. Gríðarleg stemmning og ég var búinn að missa röddina eftir 10min. Frábær frammistaða þótt EM möguleikinn sé nánast úr sögunni. Spjallaði við Bjarna Jó eftir leikinn og hann staðfesti að Óli Örn yrði seldur eftir tímabilið.
Lokahóf FC FAME í gær. Horfðum á Best of Fame 2003 myndband sem snillingurinn Gunni Palli klippti saman. Sumar hreyfingar hjá mér á vellinum fengu hörðustu Fame-ara til að tárfella af hlátri. Algjör snilld þótt enginn viti um hvað ég er að tala. Í HVERJU FALLI þá var Siggi kosinn maður ársins og undirritaður var talinn hafa sýnt mestu framfarir. Mullerin í Vesturbæjarlauginni á hverjum morgni síðasta árið hefur því skilað sér. Partý hjá Haffa og svo bærinn. Frábært kvöld.
Við Atli fórum í tennis áðan og svo á ódýra geisladiska/myndbands markaðinn í Perlunni. Nóg af vörum en allar á venjulegu verði þ.a. Skotinn og Gyðingurinn stöldruðu stutt við. Planið að kíkja á Pirates í kvöld.
Stjarnan var að vinna Þór áðan þ.a. Víkingar eru í góðum málum. Enginn spurning að maður fer til Keflavíkur á laugardaginn. LATER

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim