Þvílík dramatík í Víkinni í gærkvöld. Komumst í 2-0, þeir jöfnuðu 2-2 og voru nálægt því að stela sigrinum en Danni Hjalta skoraði sigurmarkið þegar 4 min voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Jafntefli dugar í Keflavík en lið hafa farið flatt á því. Samt stemmning að skella sér í Bítlabæinn á laugardag.
Kíkti svo með Bjössa og Hjalta aðeins í HR. Kíktu á póstinn sinn og viti menn: "megatilboð á ljósakortum" var eina e-mailið. Tilviljun að þetta kom þegar ég var þarna ? Held ekki.
Fór á Pirates með Atlanum. Frábær skemmtun-kom mér töluvert á óvart. Johnny Depp er flottur. Fór með pabba í golf og ég sló gott högg. Pabbi sagði: "flottur". Djöfull er hann flottur.
Snilld á Pablo þegar Pétur Jóhann var að hita upp. Labbaði um sviðið og sá kunnulegt andlit í salnum. "Nuij, sundkappinn í salnum og með Prins Valíant greiðsluna". Fór svo að gera sundhreyfingar og spyrja áhorfendur: "hey, hver er ég". Salurinn lá, hvílík snilld.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim