mánudagur, september 15, 2003

Mættur kl 09 á bókhlöðuna í morgun, þvílíkt duglegur en þá var bara lokað í dag. Fyrsta skipti sem ég fer á hlöðuna í haust og þá er hún lokuð. Þá var það bara VR2. Það er hreinlega skelfilegt að læra þarna. Nokkur atriði:
1. Óþægilegir stólar
2. Alltof heitt
3. Mikill umgangur-hurðar skellast o.þ.h.
Svo í dag bættust við tvö atriði
4. Geitungar flögrandi um safnið
5. Gaur á svona steinsög fyrir utan þar sem verið er að helluleggja.
Hvernig fólk meikar að dvelja þarna 24/7 er mér illskiljanlegt.
Sorry Daði en.. Framararnir voru skelfilegir í gær. Hefðu getað tapað stærra. Samt staðfest að Valur og Þróttur falla í 1.deild.
Nýjustu orðin í dag skv. hnakkanum eru foli og sykurpúði. Spurning hvað þau muni endast lengi. Reyndar kallaði e-r stelpa mig sykurpúða þegar við Elli renndum í bæinn á laugardag þ.a. orðið er greinilega komið í dreifingu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim