fimmtudagur, apríl 29, 2004

Var að horfa á ÍR-Val í handboltanum. Myndatökumennirnir standa alltaf fyrir sínu. Maður hefur ekki hugmynd um hvort þeir hafi nokkurn áhuga á handbolta yfir höfuð en eitt áhugamál er á hreinu. Svona 5 sinnum í seinni hálfleik þegar leikurinn var stopp eða ekkert að gerast þá var myndavélinni eins og svo oft áður beint út í sal. Nema hvað, myndavélinni var alltaf beint að sömu tvítugu ljóshærðu gellunni. Eins og gefur að skilja var þetta alls ekki til að gera leikinn síðri áhorfs.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Landsliðið stóð sig mjög vel á móti Lettunum. Verðskuldað jafntefli og flestir mjög góðir. Tryggvi Guðmunds gat reyndar ekki neitt og Marel var ekkert sérstakur. Aðrir fínir.
Gaman að sjá Rúmenana rústa Þjóðverjunum 5-1. Ekki í fyrsta skipti sem Þýskaland tapar 5-1 síðustu árin. Heimaleikurinn á móti Englandi í undankeppni HM 2002 verður lengi í minnum hafður. Þvílíkur leikur.
Mikið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara á Metallica. Ég er enginn aðdáandi en þekki auðvitað nokkur lög. Frekar dýrt á þetta en svo er náttúrulega spurning hvort það sé skyldumæting. Svo er annað að þetta er að kvöldi sunnudagsins 4.júlí þ.a. maður kemur skelþunnur heim úr verkfræðiútilegunni og skellir sér beint á tónleika. Spurning hvað maður gerir.

mánudagur, apríl 26, 2004

Kraftur í okkur Atlanum í morgun. Mættir niðrí Víking kl 09 og hófumst handa við að taka niður girðinguna í kringum tennisvellina. Nú á að girða svæðið upp á nýtt sem er auðvitað besta mál. Tennisfólkið þarf að sjá um að gera allt klárt fyrir verktakana sem munu setja upp nýtt net, laga girðingastaurana o.þ.h. Núna lítur út fyrir að við þurfum að grafa heilmikið í þokkabót. Gaman að standa í þessu svona í próflestri.
Fame vinnur og vinnur. Unnum Nings 2-0 sem þrátt fyrir nafnið hefur engann Asíubúa innan sinna raða. Reyndar með betri liðum sem við höfum spilað við í vetur. Ég átti slakan leik en margir hverjir stóðu sig vel. Þar á meðal Hjallinn sem kom okkur á bragðið með nettu skallamarki.
Ég var að spá í að vera göfuglyndur og óska Arsenal mönnum til hamingju með titilinn en ég hætti við.

laugardagur, apríl 24, 2004

Skellti mér á Kill Bill Vol2 með Sammaranum á fimmtudaginn. Þessi mynd er algjör snilld og gefur þeirri fyrri ekkert eftir, ætti heldur ekki að gera það þar sem þetta er nú einu sinni sama myndin. Gaurinn sem leikur Bill er of flottur og sama að segja um læriföður Umu Thurman sem ég man ekki hvað heitir.
Flotta fólkið í verkfræðinni, þ.e. 2.árið í umbygg, er komið með blogg til að halda sambandinu í sumar. Um leið var sett Íslandsmet í löngu URL-i. Rétti tíminn til að starta e-u svona. Hversu margir ætli hafi byrjað að blogga þegar þeir voru í prófum? Örugglega mjög mjög margir. Eða hvað Kenneth?
Nú er lært. Tókst á ótrúlegan hátt að sitja á VR til 23:30 í gærkvöldi, föstudagskvöld og mæta aftur kl 9:30 í morgun. Gerði hins vegar þau leiðu mistök að kíkja á Utd-Liverpoool sem var skelfilega leiðinlegur á að horfa.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Í gær gerðist sá merki atburður að ég sótti um félagsskipti úr KR yfir í UMFH. Já, þótt ég hafi hætt að æfa með KR eftir 4.flokk þá var ég samt skráður í KR hjá KSÍ og því ekki um annað að ræða en að sækja um félagsskipti. Ok, ekkert mál en svo skilst mér að ég þurfi að borga 1500 kall fyrir félagsskiptin. Það er náttúrulega bara út í hött. Annars stendur UMFH fyrir Ungmennafélag Hrunamannahrepps en FC FAME spilar einmitt fyrir þeirra hönd í bikarkeppni KSÍ. Við fengum ótrúlega góðan drátt í keppninni sem gefur okkur ágætan möguleika á að komast í 32 liða úrslit þar sem öll stóru liðin koma inn í keppnina. Við mætum Hamri í 1. umferð og sigurvegarinn úr þeim leik spilar gegn Ægi. Það væri allt í lagi að dragast á móti KR og spila í Frostaskjólinu.
Annars er Fame að fara að spila í æfingamóti næstu vikurnar þ.a. ég er með garentíaða hreyfingu í prófunum. Frábært að geta farið í fótbolta á kvöldin á meðan á prófunum stendur.

mánudagur, apríl 19, 2004

Ég er aumingi. Var búinn að fá Atlann og Breiðnefinn á Whale Rider í gærkvöldi en stóð svo hvergi nærri nógu fast á mínu þegar þeir stungu upp á að skella sér á Taking Lives í staðinn. Breiðnefurinn kipptisti allur við þegar Atli sagði honum að e-ð sæist í brjóstin á Angelin Jolie í myndinni. Svo vildi Gamli auðvitað frekar Jolie þannig að við skelltum okkur á hana. Myndin var auðvitað ekkert sérstök eins og við var að búast þrátt fyrir að sum atriði hafi vissulega bætt myndina til muna. Hins vegar var endalaust af kunnulegu fólki sem ákvað að skella sér á 300 kallinn.
Kemur að þætti Celebsins. Við stóðum og biðum eftir að okkur yrði hleypt inn í salinn þegar hann birtist. Við heilsum honum að venju nema hvað hann lítur á okkur og strunsar svo áfram. Þegar við kölluðum á eftir honum leit hann aftur við og rétt veifaði okkur. Þegar Breiðnefurinn ætlaði að ganga í skrokk á honum bar hann fyrir sig að hann hefði einfaldlega ekki tekið eftir okkur.
Skellti mér á fyrstu jazz tónleika ævi minnar í kvöld. Ívar frændi minn sem ég þekki voða lítið var að útskrifast frá FÍH. Tónleikarnir voru bara stórskemmtilegir og ég sem hélt að ég gæti ekki hlustað á jazz. Það er nú öðru nær.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Ef e-n langar á Whale Rider á 300 kall kl 22 í Háskólabió í kvöld endilega hafið samband. Annars tek ég bara mömmu með, eða Breiðnefinn.

föstudagur, apríl 16, 2004

Kíktum í Stúdentaleikhúsið um daginn á 101 Reykjavík. Stórskemmtileg sýning og ekki skemmdi fyrir að virkilega flott stelpa fór með aðalkvenhlutverkið. Varð vitni að einkar skemmtilegu atviki hjá ónafngreindri stúlkukind í hléinu. Þannig er mál með vexti að hún missti tyggjó á gólfið sem hún hafði plantað undir gosflöskuna sína. Í stað þess að taka það upp með höndunum reyndi hún að taka það upp með botni flöskunnar. Þegar það tókst ekki sparkaði hún tyggjóinu í átt að veggnum og labbaði svo rólega, hélt coolinu, að veggnum og tók tyggjóið upp og setti í gluggakistuna. Virkilega gaman að sjá fólk fara sínar eigin leiðir.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Ekkert stöðvar stórsveit Frægðarmanna. Sigur á BG 4-2 í Egilshöll í kvöld eftir að hafa verið undir 2-1 þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Þokkalegt come-back og haldiði að undirritaður hafi ekki laumað inn einu í lokin. Áhorfendur flykktust á völlinn og var Skermurinn fremstur meðal jafningja og fær sérstakt hrós fyrir.
Utd vann svo Leicester 1-0 með marki G.Neville þar sem fyrri hálfleikurinn var sá leiðinlegasti sem spilaður hefur verið nokkurn tímann. Ronaldo er hins vegar gull og hélt seinni hálfleiknum á lofti.

mánudagur, apríl 12, 2004

Ok, hvor brandarinn er betri ?

"You know what's gonna happen to you if you don't get the president on the phone?"
"No, what"
"You're going to have to answer to the Coca Cola company"
Úr Dr.Strangelove

Liverpool 0-1 Charlton
Enski boltinn mánudaginn 12.apríl

sunnudagur, apríl 11, 2004

Dálítið súrt að aukatónleikar Pixies verða á undan. Hefði verið snilld að fara á fyrstu tónleikana í þetta mörg ár en hey, svona er þetta. Aftur á móti verða allar hetjurnar á fyrri tónleikunum enda þekkir maður ansi marga sem ætla á þá.
Þá er ég að verða búinn að slátra páskaegginu. Fáránlegt hvað það fer mikið plast í svona egg. Endalaust af e-u nammi inn í egginu sem einhverra hluta vegna þarf að plasta.
Þessi lærdómur gengur alltof hægt. Ennþá að læra greiningu 4 og er rétt rúmlega hálfnaður með námsefnið á þremur dögum. Mig langar mikið að vita hvenær skólinn klárast, þ.e. "upplestrarfrí" hefst, þ.a ef e-r verkfræðisnillingur er með það á hreinu má hann endilega láta mig vita. Fáránlegt að hinar og þessar deildirnar séu komnar í upplestrarfrí. Þær byrjuðu líka margar hverjar upp úr miðjum janúar.
Við skermurinn horfðum á stórmyndina KARATE KID í gær. Löngu tímabært að sjá þessa stórmynd þar sem Ralph "hnakki" Macchio fer á kostum. Við þurftum að horfa á lokaatriðið tvisvar það er svo magnað. "We did it Mr. Yiamagi, we did it".
Annars voru fleiri stórmyndir á dagsskrá í gær.
"So Anna, how long are you staying in England? Indefinitely" og svo She, maybe the face I can't forget ... í boði Elvis Costello.

laugardagur, apríl 10, 2004

Búinn að vera svolítill Ben Stiller-Owen Wilson fílingur undanfarna daga. Skellti mér á Starsky and Hutch með Breiðnefnum og Gummanum á fimmtudag. Við ætluðum aldrei að komast í Álfabakkann því KB krafðist þess alltaf að við styttum okkur leið sem voru aldrei neitt styttri. Myndin var bara nokkuð fyndin á köflum. Sá svo Zoolander með M-inu í gær og fattaði þar loksins hvað þetta "Blue Steel" var sem var ofnotað á Aðalfundinum um daginn.

Ég er strax farinn að hlakka til próflokadjammsins. Þetta verður e-ð svakalegt. Það er ávísun á snilldarkvöld þegar þessi hópur úr byggingunni kemur saman. Samt sorglegt að ég nefni þetta þegar það er meira en mánuður í þetta. Gaman samt að þetta verður sama kvöld og Eurovision. Leiðinlegt hins vegar að lagið okkar á ekki eftir að ná langt. Ágætis lag samt. Ekki spillir fyrir gellan í myndbandinu.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Gaman að segja frá því að ég skellti mér í klippingu í dag en það gerist víst ekki á hverjum degi. Rakarastofan sem ég heimsótti er á vesturgötunni og var stofnuð 1953 en feðgarnir sem reka hana núna byrjuðu að vinna þarna '57 og '58. Alveg magnað.

News bulletin: Klukkan að slá hálf tólf og ég er búinn með skýrsluna í Reiknilegri aflræði.
Gaman að þessum listum Spurning um að taka topp 10 bíómyndir sem snöggvast:

1. Pulp Fiction
2. Schindlers List
3. Life is Beautiful
4. Resorvoir Dogs
5. Shawshank Redemption
6. Godfather 1
7. Goodfellas
8. A Clockwork Orange
9. Forrest Gump
10. See no evil, hear no evil

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Klukkan að slá 2 og fræðakafli skýrslunnar tæplega hálfnaður. Djöfull er gaman að reiknilegri aflfræði.

Frábært hjá Chelsea og Monaco. Virkilega gaman að Ranieri skyldi loksins loksins takast að sigra Arsenal. Sagði margt um leikinn að Wenger ákvað að taka Henry útaf um miðjan seinni hálfleikinn þegar bæði Reyes og Ljungberg voru hálfmeiddir inná. Svo klúðraði Real sínum málum alveg svakalega. Alltaf þegar Real þarf ekki að sækja eins og í þessum leik og á móti Juve í fyrra og ætlar bara að halda fengnum hlut klúðra þeir málunum. Það er ekkert hægt að treysta á þessa vörn. Ætli Real hafi e-n tímann unnið leik 1-0 síðasta árið? Zidane var skelfilegur í leiknum eins og allt liðið.

10 lög sem ég tæki með mér á eyðieyju:

1. Hey-Pixies
2. Spáðu í mig-Megas
3. Say it ain't so-Weezer
4. Your Song-Elton John
5. Aldrei fór ég suður-Bubbi
6. Bohemian Rhapsody-Queen
7. Hotel California-Eagles
8. Radiohead-Paranoid Android
9. Ást-Ragnheiður Gröndal
10. Einn dans við mig-Hemmi

Þessi listi var tekinn saman í flýti en látið mig vita hvaða lög vantar á listann!

laugardagur, apríl 03, 2004

Í dag er glatt í United hjörtum. Búið að redda tímabilinu. Ekki einungis er Utd komið í úrslitin í bikarnum heldur á Arsenal ekki lengur möguleika á þrennunni. Frábær frammistaða hjá liðinu. Nú er bara að treysta á að Eiður setj'ann á Highbury.
Gaman á aðalfundi í gær þar sem kosningar fóru eins og vonir stóðu til. Breiðnefurinn er nýkjörinn formaður og Jói, Gróa og Íris með honum í stjórn. Fyrsta embættisverk Kenneths tókst einkar vel en það var að setja "Einn dans við mig" á fóninn og án gríns, ALLT VARÐ VITLAUST.

föstudagur, apríl 02, 2004

Þá er hann runnin upp. Dagurinn sem fólk á eftir að minnast næstu árin. Þegar allt breyttist. Aldrei varð framar fátækt í heimi hér og sjúkdómar og illgirni urðu óþekkt fyrirbæri. Fólk dansaði á götum úti og heimurinn varð að einni stórri fjölskyldu. Jú dagurinn sem Kenneth Breiðfjörð, e. KB, e. Breiðnefurinn, e. Kennarinn, var kjörinn formaður Naglanna.
Annars verður þessa dags vonandi einnig minnst sem dagsins á undan deginum þegar Utd sló Arsenal út úr bikarnum. Það er vonandi að tímabilinu verði reddað á morgun. Vonandi að maður nái að rífa sig á lappir í fyrramálið því það er nokkuð ljóst að í kvöld "fæ ég mér einn og öskra mö.... EINN DANS VIÐ MIG"