laugardagur, apríl 21, 2007

Föstudagar eru svokallaðir "casual Fridays" á verkfræðistofunni og eru þá flestir í gallabuxum og minniháttar skyrtum eða bolum ólíkt fínu buxunum og skyrtunni sem tíðkast aðra daga vikunnar. Í gær skellti ég mér því eins og flesta föstudaga í gallabuxur og í svartan bol með skjaldamerki Íslands. Einn sprelligosinn í vinnunni spurði mig hvaða merki þetta væri nú og eftir að hafa sagt honum að þetta væri skjaldamerki Íslands spurði hann mig

"Why do you have a chicken in your country's symbol?"

Og annar gaurinn spurði:

"And what is Jesus doing there with a gun"

sem mér fannst hvorutveggja mjög fyndið. Að lokum fannst mér fyndnast þegar fyrsti gaurinn leiðrétti spurningu annars og sagði

"That's not Jesus, that's Old Man Winter right?"

Það meikar svo sem alveg sens að Old Man Winter væri í skjaldarmerki Íslands.


Í kvöld eru það tónleikar með Placebo á Fenix en það verður í fyrsta skipti sem ég kem inná þann stað. Þekki svo sem ekkert svakalega mikið af lögum með Placebo en finnst þeir samt nokkuð góðir og vel þess virði að kíkja á. Ekki spillir fyrir að þetta er á frekar litlum stað sem er yfirleitt skemmtilegra.

Svo vantar mig góðar tillögur að frábærri bók til að lesa. Ég er búinn með þrjár bækur í ár sem er klárlega met hjá mér. Ég strengdi áramótaheit í fyrra um að lesa 5 bækur árið 2006 sem varð lítið úr og ég endaði á að lesa aðeins eina, Alkemistann. Bækurnar í ár eru "Höll Minninganna", "The Kite Runner" og "The curious incident of the dog in the nighttime" sem mér fannst allar mjög góðar þó svo að Flugdrekahlauparinn hafi verið langbest.

5 Ummæli:

Þann 9:57 f.h. , Blogger abelinn sagði...

Ánægður með gamla. Kite Runner er þrusubók.

Mæli með Blóðskuld eftir Michael Connelly að mig minnir. Hvernig fór Sporting um helgina?

 
Þann 4:33 e.h. , Blogger Cookie Monster sagði...

Sagan af Pí er snilld...mæli hiklaust með henni :)

 
Þann 6:35 e.h. , Blogger Tumi sagði...

Þakka fyrir tillögurnar og klárt mál að ég tékka á þessum. Spurning hvort þetta verði ekki bara bækur 4 og 5 árið 2007.

Sporting sigraði 3-2 þar sem m.a.s. Rich var á skotskónum

 
Þann 3:42 f.h. , Blogger Hrabba sagði...

já sagan af Pí er góð ... þá að ég sé ekki enn búin að klára hana!! En hey hún lofaði góðu ég bara ..humm hafði ekki tíma ... eða eitthvað :/

H

 
Þann 11:24 e.h. , Blogger beamia sagði...

jesús með byssu :D ég hefði ekki getað haldið andlitinu...

sagan af pí er fín og mæli líka með "russian disco" eftir wladimir kaminer - hún er sosum kannski enginn klassíker en fyndin (rússneskur húmor, oftast á kostnað þjóðverja) og skipt þannig í kafla að maður dettur aldrei alveg út milli lestrartarna (hef heldur ekki mikinn tíma í bóklestur...)

 

Skrifa ummæli

<< Heim