Haustferðin var fín. Lagt af stað kl 8 og komið í bæinn kl 19. Stöðug drykkja allan daginn og maður uppgefinn við komu í bæinn. Dottaði nokkrum sinnum í rútunni en vaknaði alltaf við það að ég missti bjórinn minn. Kíkti svo til Dabba um kvöldið.
Þynnkunni var útrýmt með fótbolta á laugardag. Ari smalaði nokkrum MR-ingum í lið í mót auglýsingastofa. Við klúðruðum þessu í undanúrslitum og lentum í 3-4 sæti.
Kíktum svo á Ölver á enska. United valtað yfir Leicester meðan Chelsea marði 3 stig gegn Villa. Skaginn tók svo bikarinn, Jökli og fleiri KR-ingum til mikillar ánægju enda þeir varla yfirlýstir stuðningsmenn FH þessa dagana.
Mjög rólegt í gær. Kíkti til Malone í borðtennis og svo gláptum við á Simpsons og Seinfeld. Fékk svo Murder Ballads diskinn með Hellinum skrifaðann og set hann í tækið um leið og ég kem heim. Er á VR að dúndra út Rekstrarfræðiglósum.
Dreymdi þvílíkan draum um daginn. Var á Ísland-Þýskaland á laugardalsvelli og Ísland fær hornspyrnu á 89 mín. Boltinn út í teig, skallað inn á teiginn þar sem Kjartan nokkur Kjartansson hamrar hann utanfótar í markið framhjá Kahn. Þar með tryggði Ísland sér sæti á EM. Vonandi e-ð í líkinu við það sem koma skal.
Later
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim