Ótrúlega skemmtileg áramót. Drullugaman heima og svo þvílíkt partý á hressó. Allar hetjur bæjarins mættar þar á meðal Óli Stef ásamt Stefan Kretschmar. Þvílíkar kempur. Óli viðurkenndi eins og ég hef alltaf haldið fram að hann hefði meira gaman af því að línumaður skoraði eftir sendingu frá honum en að hann skoraði sjálfur. Ég komst reyndar varla að því hann átti ekki orð yfir hvað bindið mitt var töff. Að hugsa sér að Atli sagði mér tvisvar að fara ekki með þetta "lame" bindi á djammið. Allavegna geðveikt gaman.
Var að horfa á best of 70min áðan. Ég gat varla horft á eitt atrið, þegar Auddi spyr hvort fólk hafi "verið tekið í rass" etc. Of fyndið. Vatnsgusan og þegar Hjalti Úrsus mætir til að klæða Sveppa úr er líka of fyndið. Þar sem ég er ekki með Popp tíví var ég að sjá þetta allt í fyrsta skipti.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim