þriðjudagur, desember 30, 2003

Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins árið 2003 og vel að því kominn. Annars stóðu Eiður og Ólafur algjörlega upp úr. Kæmi mér lítið á óvart ef sama staða væri eftir nákvæmlega ár. Annar sigrar hinn með e-m atkvæðum.
Strákarnir í 6.X áttu góða kvöldstund hjá Bolla áðan. Allar hetjurnar mættar og þvílík veisla. Spaghettí au Bolli, eplakaka au Malone og súkkulaðikaka au Ari. Þá var gripið í spil. Dregið var í lið og stökk ég hæð mína í lofti þegar við Stebbi drógumst saman. Byrjuðum í Actionary og héld ég að ég hefði e-ð misskilið spilahæfni Stebba þegar hann á e-n óskiljanlegan hátt gat ekki giskað á "eyrnatappa" þegar ég vann hreinlega leiksigur. Annars stóðu tvö pör gjörsamlega upp úr. Við Thorbergsen auðvitað og svo Einar og já, trúið því eða ekki, Martin en mörgum er í fersku minni þegar Martin lék "lyfseðil" fyrir örfáum vikum með þvílíkum tilburðum að Gunni hreinlega missti andlitið. Jens/Bolli og Ari/Jónas gerðu sitt besta en eins og þegar Íslendingar keppa í körfubolta þá var það ekki nóg. Til að gera langa sögu stutta tókum við Stebbi bæði Actionary og Trivial frá 1984.
Annars langar mig svo mikið út að hreyfa mig að orð fá ekki lýst. Ef e-r möguleiki er á þá fer ég í fótbolta fyrir hádegi á morgun.
Þar sem þetta er skelfileg færsla bíð ég með lokablogg ársins til morguns þegar ég kem með bombuna.
Smá vísb: ég kem EKKI út úr skápnum

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim