Við Martin tókum miðbæinn í gegn í dag. Lögðum í hann upp úr 1 og komnir heim um 17:30. Hápunktur dagsins var tvímælalaust þegar við fórum í Þjóðmenningarhúsið. Skoðuðum m.a. skákborðið sem Fischer og Spasský sátu við 73 í einvíginu mikla. Það er reyndar bara opið um helgar en þar sem þetta vorum við gerði konan undantekningu og tók okkur bara í private tour. Lásum líka fundargerð þjóðfundarins o.fl.
Lápunktur dagsins var svo þegar við hittum Gústa á jólamarkaði á Fiskislóð. Vorum að keyra þarna og sáum e-n markað. Hey, kíkjum inn nema þetta er slakasti markaður sem ég hef á ævi minni komið á. Gústi skemmti sér við að opna hvern hnífinn á fætur öðrum án þess samt að takast að loka þeim. Þegar þetta er skrifað er Gústi eflaust enn að rembast við að loka hnífunum.
Sem komið er vill meirihluti fólks að ég fresti klippingu um óákveðin tíma. Mamma og pabbi verða ekki sátt við ykkur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim