fimmtudagur, desember 18, 2003

"They think it's all over, it is now". Já, prófin búin. Efnafræðin reyndar frekar strembin og sérstaklega tímafrek en þar sem þetta var síðasta prófið fer maður ekkert að svekkja sig. Við Kenny,Tryggvi og Dollý fengum okkur sveittan burger og bjór á Vitabar eftir prófið. Tryggvi náttúrulega rétt að byrja í prófum svo það var enginn bjór fyrir hann. Reyndar voru Kenny og Dollý á bíl þ.a. ég var reyndar sá eini sem fékk mér öl en what the fuck. Svo er ég bara að lognast út af og stefni á lagningu fram að kvöldmat. Svo er gathering hjá 2.árinu á Casagrande í kvöld þar sem verður fagnað og Kenneth tekur orminn.
Ég rakst á síðu með fullt af gömlum prófum úr örtölvu- og mælitækni og sá reyndar eitt próf merkt 2003. Spurning hvort það sé prófið sem liðið er að fara í á laugardaginn. Vélapakkið væntanlega búið að sjá þetta.
Jæja, lagningin og svo bjórinn. Verður það betra?
Take it away Helgi:
"Ef ég get slegið einhvern þá fær, ástin mín gjöf frá mér"