mánudagur, desember 08, 2003

Hvað er eiginlega að gerast? Það er alveg ótrúlegt hvað það eru gerðar margar ránstilraunir hérna í Reykjavík. Síðustu vikuna eða svo man ég allavegna eftir tilraun til bankaráns í Grafarvogi, tilraun til að ræna Vídeospóluna á Holtsgötu og svo áðan voru e-ir að ræna Bónuss verslun. Spurning hvort þetta séu allt gaurar í peningareddingum vegna dóps. Löggan náði líka í mann á hlemm um helgina sem ráðist hafði verið á og brotin í honum hnéskelin. Ruglað lið.
Muse tónleikarnir á miðvikudaginn og töluverð tilhlökkun. Líka yndisleg afsökun til að þurfa ekki að læra stærðfræðigreiningu á miðvikudaginn. Það má líka hafa allt með í prófið þ.a. þetta verður skítlétt. Reyndar verða dæmin þeim mun þyngri en what the fuck.
Systir mín á afmæli á miðvikudaginn og ég hef klúðrað því að kaupa gjöf undanfarin ár en þess í stað splæst í þeim mun flottari jólagjöf. Ömurlegt en samt redding. Ég er reyndar skelfilegur þegar kemur að afmælum og skemmst að minnast þegar ég óskaði Martini til hamingju með afmælið daginn sem við kláruðum prófin eða c.a. tveimur vikum á eftir áætlun. Spurning hvað ég ætti að gefa henni? Það er e-r geisladiskur með öllum 48 jólalögunum, þ.e. jólahjól, ég hlakka svo til, ef ég nenni o.s.frv. Væri gaman að hafa slíkan á heimilinu. Kannski ég gefi henni Pulp Fiction. Æi nei, ég er búinn að gera það. Jæja ef enginn kemur með betri tillögu verður það geisladiskurinn. Nei, kannski kíki ég í Tónastöðina og tjekka á því hvort þeir eigi e-r skemmtilegar nótur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim