miðvikudagur, desember 03, 2003

Jæja, bloggað í fyrsta sinn úr nýrri tölvu. Algjör snilld að geta gert tvo hluti í einu í tölvunni án þess að allt frjósi. T.d er ég núna með Radio Reykjavík í gangi sem er mjög gott.
Það er merkilegt hvað mér tekst alltaf að finna mér betri hluti að gera en að læra. Redda tölvunni, setja í þvottavélina, lesa blöðin og svo er e-n alltaf svo freystandi að snú stólnum 90° og hamra á píanóið, kúpla-bremsa. Alltaf er þetta samt eins. Með tilhugsunina í kollinum hvað allt verði frábært þegar þessu verður lokið. Svo er þetta bara allt í einu búið og maður hefur ekkert að gera. Reyndar búið að skipuleggja próflokadjamm 20.des og þá heldur Þórunn upp á afmælið sitt þannig að það verður a.m.k. djammað vel þá helgi.
Núna eru tveir kettir í slag fyrir utan. Djöfulsins óhljóð-hækka bara í bítlunum sem eru í gangi núna.
Svona góð tölva þýðir aðeins eitt-ég þarf að endurnýja kynni mín við manager og Fifa. Óttar verður snöggur að koma mér inn í stöðu mála. United tapaði í kvöld fyrir WBA og þrátt fyrir að þeir hafi verið með varalið er maður ósáttur. En Djorkajeff myndatökumaður bjargaði kvöldinu með því að skora sigurmarkið gegn Liverpool á Anfield.
Hef ég sagt ykkur frá því þegar Djorkajeff tók mynd af mér og Zidane? Tja, svona 100sinnum. Later

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim