fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Frábært að fá gesti á síðuna frá öllum heimshornum og er Víkingur snarlega linkaður hér til vinstri.
Annars erum við Kenny,Jói,Gunni og Dolli að hamast í rekstrarfræðiverkefninu og þetta svona gengur nema við vitum ekki alveg hvernig við eigum að ganga frá þessu. Við vitum að niðurstaðan á aldrei eftir að geta hjálpað fyrirtækinu að neinu leyti en so what.
Gústi plögg eins og hann verður nefndur héðan í frá hefur reddað miðum á Hilmi snýr aftur í lúxussal sunnudagskvöldið 21.des. Verður væntanlega mikil hrútastemmning í salnum það kvöld. Á reyndar eftir að sjá Two Towers en því verður snarlega kippt í liðinn. Sleppti því að sjá hana því ég vildi sjá fyrsta hlutann aftur en hef því miður ekkert gert í því. En nú eru breyttir tímar. Í dag kom DVD spilari á heimilið og ég mun ekki horfa á neitt annað fyrr en ég hef lokið við 1 og 2.
Kom að Atla og Daða í kjallaranum hjá Atla í gær og ... nei best að segja sem allra minnst. Eiki veit samt hvað ég er að tala um.
Hetjulegt jafntefli hjá b-liði Íslands í Mexíkó og ekki síður hjá Lettunum. Skotarnir fóru með það í Hollandi en samt allt í lagi því auðvitað vill maður hafa Holland í Portúgal. Leiðinlegra fyrir Giggs og félaga.
Nú styttist óðum í það að vinur litla mannsins, Kenneth Breiðfjörð, taki til við pistla hér á síðunni. Bíðið spennt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim