Jæja, það fór svo að ég opnaði ekki bók í þrjá daga en er nú mættur á hlöðuna tilbúinn að hella mér í lærdóminn. Ég er nú samt búinn að gera helling af öðrum hlutum. Sérstaklega hef ég varið tíma með honum Lukas sem flaug til Hong Kong í gærmorgun þar sem hann á að halda tónleika í kvöld. Nokkrar staðreyndir um þennan frábæra strák: 17 ára og hefur haldið bráðum 100 tónleika á árinu 2003, hann byrjaði að spila 3.ára og hélt fyrstu tónleikana 4.ára, hann er eini nemandinn hans Askenazy, þetta er í fyrsta skipti sem hann spilar í handboltahöll!! og mikill fótboltaáhugamaður og stuðningsmaður Sparta Prague og United. Þessi strákur er algjörlega niðri á jörðinni þegar eflaust langflestir í hans stöðu er með nefið langt upp í loft. Hann var ekkert smásáttur við að fá að sjá svolítið af Reykjavík og Íslandi. Reyndar fór ég í fyrsta skipti í Hallgrímskirkjuturn og á Nesjavelli sem er frekar lélegt.
Ég var að vinna á tónleikunum í höllinni sem að mörgu leyti heppnuðust skelfilega. Þeir áttu að byrja 19:30 en fullt af fólki var að mæta 19:45 þ.a. þetta byrjaði ekki fyrr en rétt fyrir 20. Fólk var á rápi, konur/stelpur að fara á klósettið í miðju verki sem var skefilegt. Svo voru bjórflöskur alltaf að renna niður stiga sem ómaði um allan salinn. Todmobile vöktu enga smá lukku og tóku 2 aukalög eftir mikið "meira, meira" í lokin.
FC FAME Allstaras kepptu í Firmamóti í gær í Fífunni. Komumst ekki upp úr riðlinum vegna lélegrar markatölu. Gerðum jafntefli 1-1 við Derciv, Porca, Jankovic og félaga þeirra sem unnu riðilinn. Hjalti skoraði flottast mark mótsins e. aðeins 10-15 sekúndur. Miðjan tekin, ég gaf á kantinn á Hödda sem gaf fyrir á Hjalta sem skallaði í boga yfir markmannin skeytin inn. Alveg búinn eftir mótið. Lá heima í rúminu og fékk krampa í aftara lærið svo ég rétti snarlega úr því en þá fékk ég krampa í framlærið. Algjör snilld.
Spilakvöld hjá Atla í gær. Við Bjössi, Þórólfur og Stebbi mættir. Atli vann ekki neitt spil. Later
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim