þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Arnar Björnsson og Bjarni Jóhannsson áttu ekki orð yfir markinu hjá Eiði Smára í Róm í kvöld. Menn eru aðeins að ofgera þessu stöðuga hrósi þegar það á stundum ekki alveg við. Eiður Smári lék hins vegar stórkostlega þann hálftíma sem hann spilaði þótt markið hafi ekki verið merkilegt. Skilar boltanum alltaf vel frá sér. Klúðraði reyndar einu upplögðu færi en stóð sig annars frábærlega.
Sinisha Mihailovic er mesta fífl á jarðkringlunni og það hefði ég líka sagt fyrir leikinn í kvöld. Alltaf tómt vesen á kauða. Til að byrja með er hann e-r rasista djöfull og hafa margir orðið fyrir barðinu á honum vegna litarháttar. Í fyrri hálfleik átti hann olnbogaskot, sparkaði í liggjandi mann og hrækti á hann. Í þeim seinni braut hann tvisvar á Duff og fékk gult spjald í hvort skiptið. Ekki fannst honum hann eiga þessa meðferð skilið og hraunaði yfir dómarann, eftirlitsdómarann og Duff. Gjörsamlega óþolandi gaur.
Á mánudaginn vorum við í 5.kafla í samfelldaraflfræði. Í síðasta tíma fór séra Ragnar hamförum og í lok mánudags vorum við víst stödd í 12. kafla. Hoppaði yfir 7-10 en tók kafla 11 þrátt fyrir að taka fram að hann væri ekki til prófs. Þessi kúrs er í svo miklu fokki að það er sorglegt. Spurning um að fá Martin til að taka að sér kennsluna ?
"But we said nei, we are but men ROCK!"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim