mánudagur, nóvember 03, 2003

Kíkti á seinni hálfleikinn á sunnudagskvöldið þar sem Ísland marði sigur á Póllandi með einu marki. Ótrúlegt að þeir hafi ekki slátrað þessum leik í ljósi þess að Reynir Þór Reynisson, Víkingur með meiru, varði hátt í 30 skot þar af 3 víti. Frábært hjá Reyni og vonandi að hann haldi sér í þessu formi og komist á EM.
Spilaði undir hjá Guju á tónleikum í Tónó í kvöld. Gekk fínt og svo verða aðrir tónleikar á sunnudaginn held ég. Some magnetic shit.
Scary Movie 3 heillaði mig ekki á sunnudagskvöld. Hnakkar voru á leið í bíó og ákváðum við Atli að skella okkur með en svo vorum við þeir einu sniðugu og keyptum miðann á rúntinum klst fyrir sýningu. Svo var auðvitað uppselt og hnakkar sátu eftir með sárt ennið nema hvað myndin var ömurleg.
Við Malone skellltum okkur á Quiznos í hádeginu í dag. Ótrúlega góður matur. Kallinn var að slátra e-u líffæraprófi. Próf eru ofarlega á baugi en slök mæting var hjá 2. árinu í bolta í kvöld vegna efnisfræðiprófs. Við í umbygg erum ekkert fyrir svona skyndipróf og þurfum ekkert á þeim að halda. Erum með þetta allt á hreinu sjáiði til.
"Með allt á hreinu, hreinu gagnvart samfélaginu, laginu, gamla laginu"

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim