Horfði á einn allra leiðinlegasta fyrri hálfleik lífs míns í kvöld, Leeds-Man U. Hvað eru menn eins og Kieron Richardson og David Bellion að spá? Þeir fá sénsinn og skíta algjörlega á sig. Boltinn tapaðist alltaf þegar þeir fengu boltann í lappirnar og þeir sáu eiginlega alfarið um að brjóta niður sóknarlotur samherja sinna. Það hefði heldur ekki átt að vanta metnaðinn. Leikur gegn Leeds á Elland Road en ekki Rotherham eða álíka liði á heimavelli. Nú er Scholes meiddur í mánuð þ.a. þetta lítur alls ekki vel út.
Nú er kominn sá tímapunktur í vikunni þegar maður er milli þess að ætla að taka því rólega um næstu helgi og að skella sér í vísindaferð. Tók þá ákvörðun að slaka á þessa helgi á laugardaginn en sei sei, nú langar mann ósköp mikið á djammið aftur. Agaleysið er algjört.
Af hverju vill fólk eiga ketti ? Ég á erfitt með að ímynda mér að köttur geti verið vinur manns eins og ég held að hundur geti verið. Svo eru þeir alltaf með læti fyrir utan húsið manns þegar aðrir kettir nálgast og upphefjast slagsmál með tilheyrandi kvæsi. Þeir eyða heilu dögunum í að sitja um fugla í runnunum og ekki drepa þeir sér til matar. Nei, þeir eru hreinlega morðóðir og kæra sig kollótta um félaga sína í dýraríkinu.
Svo er það auðvitað að hleypa kettinum út, kalla á hann inn, hreinsa kattarhárin og ef ekki sem sumir gera þá senda gestina sína útataða í kattarhárum heim á leið. Það er pottþétt að þegar ég finn hina fullkomnu konu sem hefur gríðarlegan áhuga á fótbolta, Simpsons og er auk þess geðveikt flott þá á hún eftir að hafa ástríðu fyrir köttum. En þá skrifaði ég þetta aldrei og hef ávallt verið mikil kattavinur.
"Það varst þú, það var ég, við saman"
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim