Þvílík snilld. Við Atli skelltum okkur á Kill Bill og var ég með þvílíkar væntingar til myndarinnar. Myndin stóðst algjörlega þær væntingar og ég sem venjulega hef ekkert gaman af slagsmálaatriðum stóð á öndinni. Blóðbaðið var svakalegt og ráðlegging til væntanlegra horfanda að sleppa sveittum borgara eða þess háttar fyrir mynd. Tarantino hlýtur að vera sjúkasti maður þessarar plánetu en snillingur engu að síður.
Logi Ólafsson spjallaði við fótboltaáhugamenn á Vökufundi í gær. Hann byrjaði ekki vel því hann mætti með opna buxnaklauf og hlógum við Atli okkur máttlausa fyrstu 5 min og þakka ég hreinlega fyrir að hann spurði okkur ekkki "er ekki í lagi hjá ykkur strákar?" eða e-ð þess háttar. Að lokum jöfnuðum við okkur og var fundurinn hinn ágætasti.
Kláraði Dís í gær og fannst hún fín. Finnst eiginlega allar bækur sem ég les fínar. Maður er alltaf þokkalega stoltur þegar maður klárar bók sem tilheyrir ekki skólanum. Reyndar algjör undantekning ef sú bók er ekki eftir A.I.
Mættur í skólann kl 08 eftir tæpan 5 tíma svefn og fatta að við áttum frí í fyrsta tíma. Hvernig fer ég að þessu. Búinn að eyða tímanum hér í tölvuverinu og horfa m.a. á Tortímandann, MR-VÍ myndina 2003. Fín mynd.
Partý í kvöld hjá umbygg. 2.árið hittist og gerir tilraun til að þjappa hópnum saman enda algjör þörf á því. Síðan skákmót sem byrjar 19, þegar partýið ætti að vera hálfnað þ.a. það verður að koma í ljós hvort ég mæti til leiks.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim