föstudagur, október 10, 2003

Í ljósi þess að Atli hefur dregið þátttöku sína í leiknum tilbaka og Daði er á Benidorm þá mun bjórinn verða drukkinn af engum öðrum en Tuma Duranona. Hvers vegna Duranona spyr e-r? Jú, á gestalista fyrir leik Stjörnunnar og ÍR í handboltanum á sunnudag verð ég nefndur Tumi Duranona. Verður gaman að sjá svipinn á miðafólkinu.
Golf áðan, gjörsamlega versti hringur ævi minnar nema þrjár síðustu holurnar þar sem pörin duttu þrjú í röð.
Þvílík spenna fyrir leikinn á morgun. Samt ofmat á krökkunum sem voru að spá í Ísland í Dag áðan. Nánast allir í "Ísland vinnur 2-1 og Eiður Smári skorar" pakkanum. Ísland tapar 4-0. Hins vegar treystum við á Litháen. ÁFRAM LITHÁEN!
Ætlaði að taka það rólega í kvöld en bjór með golfinu og bjór með matnum + endalaus þreyta hafa gert það að verkum að nú þegar finn ég á mér þ.a. ekki verður aftur snúið. Partý hjá Heiðdísi og svo verið að tala um Karaoke!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim