miðvikudagur, október 08, 2003

Svelgurinn er kominn í forrystu eins og reiknað var með. Fékk undirritaður reyndar sms frá kauða þar sem hann hneykslast á því hve auðveldar spurningarnar eru. Bið ég hann um að endurtaka þessa fullyrðingu að viku lokinni fyrir þær spurningar sem eftir eru.
Annars hefur Danmerkurfarinn Tómas Karl tekið forrystuna í viðleitnikeppninni. Er kappinn með 1 stig sem hann má þakka vinsamlegri ábendingu Miðjunnar.
Horfði á ER áðan og mér sýnist Carter vera eina persónan sem eftir er frá upphaflegu þáttunum. Frekar sorglegt. Þessir þættir voru náttúrulega þeir bestu í heimi á sínum tíma (auðvitað fyrir utan Simpsons). Reyndar var þátturinn ágætur. Svakalegt þegar erkifíflið Romano missti höndina!
Jæja,skellum spurningunni fram. Og Atli, hættu að nota google til að finna svörin við spurningunum!
Q4: Hvaða tvö lið börðust um Íslandsmeistaratitilinn '89, hverjir sigruðu og hvað munaði mörgum stigum á liðunum?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim