sunnudagur, október 05, 2003

Þrisvar í bíó á 24 tímum. Já, persónulegt met alveg örugglega. Fyrst átti Bjössi frímiða í gær á Seabiscuit sem var allt í lagi mynd. Svo í dag skelltum við okkur á frumsýningu stuttmyndarinnar "Karamellumyndin" sem skartar m.a. Jóni Gnarr og Maríkó. Ekkert talað í myndinni, frekar furðuleg. Svo hringdi Gyðingurinn og sagði að það kostaði bara 300 kr á American Pie-the wedding. Auðvitað skellti fátækrastéttin sér á myndina með viðkomu í pool þar sem sláturvertíðin hófst fyrir alvöru. 5-1 mér í vil þrátt fyrir óendanlega sænska heppni.
Vá hvað það styttist í leikinn. Ein vika. Knattspyrnugetraun fram að leik hér á blogginu. Ein spurning á dag og sá sem svarar flestum rétt fær verðlaun í fljótandi formi á leikdag.
Q1:Hvaða ár vann Ísland Austur-Þýskaland á Laugardalsvellinum og hverjir skoruðu mörk Íslands?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim