miðvikudagur, október 01, 2003

Bolli búinn að draga framboð sitt tilbaka og þykir mér miður. Auðvitað er fáránlegt að fólk skuli geta skráð sig í flokkinn rétt fyrir kosningar en þetta hefur alltaf verið gert og fáránlegt að allar þessar 1152 skráningar hafi allar verið stöðvaðar. Er núverandi stjórn búin að tala við alla þessa 1152 og kynna sér hvort hún/hann ætli sér að skrá sig úr flokknum að kosningum loknum? Þetta er í meira lagi asnalegt. En góðu fréttirnar er að nú getur Bolli einbeitt sér að náminu og komið oftar í fótbolta!